Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri 365 miðla, hefur flutt lögheimili sitt til Lúxemborgar. Síðastliðið sumar var Stefán úrskurðaður gjaldþrota vegna skuldamáls við Arion banka. Málið fór fyrir fyrir dómstóla og tapaði Stefán í héraðsdómi í síðustu viku og dæmdur til að greiða rúmlega hundrað milljóna króna skuld við bankann.

Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Segir að Stefán hafi flutt glæsivillu í sinni eigu á Laufásvegi yfir í félag móður sinnar skömmu eftir hrun. Skiptastjóri skoði nú hvort sá gjörningur sé riftanlegur.

Í frétt Fréttatímans kemur fram að Stefán vildi ekki tjá sig um ástæður flutnings lögheimilis síns til Lúxemborgar.

Stefán Hilmarsson var áður fjármálastjóri Baugs og átti um 20% hlut í félaginu BGE eignarhaldsfélagi, sem var stofnað í kringum kaup starfsmanna Baugs á hlutabréfum í félaginu. Skiptastjóri BGE hefur tilkynnt að eigendur verði sendur reikningur vegna lána félagsins til eigenda.