„Þetta er einkahlutafélag sem ég stofnaði í kringum ráðgjafarstarfsemi og fyrirlestrahald erlendis,“ segir Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor og stjórnarformaður Tryggingarstofnunar ríkisins, en hagnaður SO Consulting, ráðgjafarfyrirtækis hans nam í fyrra 1,7 milljónum króna, samanborið við 2,9 milljónir króna árið áður.

Á síðasta ári námu tekjurnar 7,6 milljónum króna.

Félagið greiddi í fyrra um 2,7 milljónir króna í laun og launtengd gjöld. Þá á félagið og rekur bifreið sem keypt var í fyrra. Eigið fé félagsins var um 4,8 milljónir króna við árslok 2011.