Stefán Haukur Jóhannesson mun fara á vegum utanríkisráðuneytisins til starfa í Úkraínu á næstunni. Stefán Haukur mun starfa í eftirlitssveitum ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem voru settar á fót í mars. Tíu teymi munu starfa á vegum ÖSE í Úkraínu og mun Stefán Haukur stýra einu þeirra.

Stefán Haukur er fyrrverandi formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og er einn reynslumesti embættismaður Íslands þegar kemur að alþjóðlegum samskiptum.