Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi aðstoðarforstjór Baugs, segir í yfirlýsingu til blaðsins rangt sem fram hafi komið að Baugur hafi ekki getað staðið við skuldbindingar sínar um mitt ár 2008. Þvert á móti staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur með úrskurði sínum í dag í máli þrotabús Baugs sem höfðað var til riftunar á 100 milljóna króna greiðslum frá Baugi í desember 2008. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að Baugur hafi verið gjaldfært félag í desember 2008. Þá segir hann rangt rekstrarfé hafi verið uppurið og félagið sótt fé í styrktarsjóði og félaga tengdum Baugi.

Yfirlýsing Stefáns í heild sinni

Í tilefni af frétt í VB um að Baugur hafi notað sjóð fyrir langveik börn í eigin þágu þá sé ég mig knúin til að koma á framfæri beiðni um leiðréttingu á grófum rangfærslum í fréttinni.

Það er rangt sem fram kemur í fréttinni að Baugur hafi ekki getað staðið við skuldbindingar sínar um mitt ár 2008. Það staðfesti Héraðsdómur með úrskurði sínum í dag í máli sem ÞB Baugs hafði höfðað til riftunar á greiðslum frá Baugi í desember 2008 að fjárhæð 100 millj. kr. Fram kemur í dómnum að Baugur hafi verið gjaldfært félag í desember 2008 en fréttin í VB er algerlega á skjön við niðurstöður dómsins.

Þá geri ég alvarlegar athugasemdir við það sem fram kemur í fréttinni hér að neðan um vitnisburð minn fyrir dómnum. „að rekstrarfé hafi verið uppurið og félagið því þurft að leita annarra leiða til að halda því gangandi. Leiðin hafi falist í því að sækja í styrktarsjóði og til félaga tengdum Baugi. Stjórnendur Baugs áttu jafnframt sæti í stjórnum sjóðanna.“

Þetta er eins rangt og hægt er að hugsa sér og sést best með því að lesa niðurstöður dómsins og þessi ummæli sem fram koma í fréttinni eru kolröng. Héraðsdómur dregur upp allt aðra mynd af fjárhagsstöðu Baugs en þá sem blaðamaður er að reyna að draga upp um ógjaldfærni Baugs. Þá áttu stjórnendur Baugs ekki sæti í Stjórn Sólarsjóðsins, það er líka rangt í fréttinni.

Sjóðsins en ávöxtun hans hefur verið mjög góð og allt frá stofnun hans svo var einnig árið 2011 og nam stærð sjóðsins þá um 140 milljónir í árslok. Að sjálfsögðu er ársreikningurinn endurskoðaður af löggiltum endurskoðendum KPMG.

Virðingarfyllst,

Stefán Hilmarsson