*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 24. nóvember 2004 10:03

Stefán hættir hjá ÍAV

Ritstjórn

Stefán Friðfinnsson, sem hefur verið forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf. síðan árið 1990, hefur sagt látið af störfum að eigin ósk en hefur tekið við stjórnarformennsku í stjórn fyrirtækisins. Við starfinu tekur Gunnar H. Sverrisson, sem hefur verið framkvæmdastjóri hjá ÍAV og staðgengill forstjóra um árabil. Í nýrri stjórn ÍAV sitja Stefán Friðfinnsson, Gunnar H. Sverrisson og Karl Þráinsson og til vara Guðmundur Geir Jónsson.