*

mánudagur, 24. júní 2019
Fólk 1. október 2008 13:51

Stefán Lárus Stefánsson afhendir trúnaðarbréf í Tókýó

Ritstjórn

Stefán Lárus Stefánsson sendiherra afhenti fimmtudaginn 21. ágúst síðastliðinn Akihito Japanskeisara trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Japan.

Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins.

Það kemur fram að í athöfninni, sem fram fór í keisarahöllinni í miðborg Tókýó kom fram mikill áhugi Japanskeisara á málefnum sem tengjast hnattrænni hlýnun en hann spurði um áhrif hennar á Íslandi.

Keisarinn var einnig áhugasamur að heyra um samskipti Íslands og Japans á viðskiptasviðinu og hafði þar sérstaklega áhuga á viðskiptum með sjávarafurðir.

Þá kemur framá vef ráðuneytisins að í samtölum sendiherra við embættismenn og áhrifamenn í viðskiptalífi í Tókýó hefur komið fram mikill áhugi af þeirra hálfu að efla samskiptin við Ísland á mörgum sviðum.

Eins og reyndar kom fram í máli Akihito Japanskeisara beinist áhugi Japana m.a. að umhverfismálum og hnattrænni hlýnun og hvernig ríki geti unnið saman að þróa lausnir á þessum sviðum, sérstaklega varðandi nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Áhugi Japana beinist að jarðhita, vetni og rafmagni, en Japanir eru í fremstu röð í heiminum í tækninýjungum á þessum sviðum.

„Viðskipti milli Íslands og Japan hvíla á gömlum merg en þrátt fyrir að blikur séu á lofti í milliríkjaviðskiptum um þessar mundir er greinilegur áhugi meðal japanskra viðskiptaaðila að þróa þau enn frekar,“ segir á vef ráðuneytisins.

„Ímynd Íslands í Japan er jákvæð og hafa viðskipti með íslenskar sjávarafurðir leitt til þess að litið er til Íslands sem fyrirmyndarlands varðandi hreinlæti og gæði fisks og annarra matvæla. Þessi jákvæða ímynd Íslands skiptir verulegu miklu máli á viðskiptasviðinu.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is