„Svarið er einfalt: Kaupmannahöfn. Þarf eitthvað að rökræða það?“ Segir Stefán Máni um þá borg sem hann þolir ekki og er greinilega mikið niðri fyrir.

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn.

„Danmörk er svo stutt í burtu að það er eiginlega ekki útlönd, svo vorum við líka dönsk, sem var reyndar bara fínt. Síðan við hættum því og síðan þá höfum við verið í tómu tjóni. Nema hvað, Köben er alltof lítil, köld og leiðinleg. Það eina sem hún hefur er smurt brauð, tívolí og styttu af hafmeyju sem er ekki einu sinni inni í borginni heldur lengst í rassgati,“ segir Stefán Máni.

Og ekki er hann neitt sérstaklega hrifinn af verslunargötunni vinsælu eða heimamönnum: „Strikið er alveg smá sniðugt, fyrir utan alla Íslendingana. Pulsur og bjór, geisp. Það versta eru samt Danirnir, ömurlega fúlir og leiðinlegir. Svíar eru skárri, þrátt fyrir hrokann.“

Nánar er rætt við Stefán Mána um óþol hans gagnvart Kaupmannahöfn o g hvaða borg hann heldur mest upp á í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.