Breytinga á veiðitilhögun er að vænta í Skjálfandafljóti eftir að landeigendur opnuðu tilboð í A-deild árinnar, sem er með 6 laxastangir og 10 silungastangir.

Í frétt á vefritinu Vötn og veiði segir að há tilboð hafi borist en samkvæmt heimildum vefjarins hljóðaði hæsta tilboðið upp á 13,6 milljónir.

Fyrri leigutakar hafi greitt um 5 milljónir þannig að hækkunin sé umtalsverð og í takt við útkomu annarra útboða í seinni tíð.

Stefán Sigurðsson, sölustjóri innanlands og einn eigenda Lax-á, var skrifaður fyrir hæsta boði.