Stefán Sigurðsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri WOW air, en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Stefán starfaði áður sem fjármálastjóri Advania. Á árunum 2010 – 2014 starfaði hann sem Senior Director of Finance hjá CCP og leiddi þar fjármáladeildir fyrirtækisins á heimsvísu. Frá 2003 -2010 starfaði Stefán sem Audit Manager hjá Eide Bailly í Phoenix, Arizona. Þar leiddi hann endurskoðunarteymi og endurskoðaði fyrirtæki í Arizona, Californiu, Colorado, New Mexico og Texas.

Stefán útskrifaðist með B.S. í Accountancy frá Arizona State University árið 2003 og varð löggiltur endurskoðandi, CPA (Certified Public Accountant) árið 2006 og Chartered Global Management Accountant (CGMA) árið 2014.

Fyrrum fjármálastjóri WOW air, Guðrún Valdimarsdóttir, mun leiða stefnumótandi verkefni tengdum vexti félagsins. Hún mun jafnframt sinna áfram starfi fjármálastjóra Títan fjárfestingafélags og sitja í stjórnum félaga tengdum Títan og WOW air.