*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 4. júní 2019 14:01

Stefán Rafn í Seðlabankann

Stefán Rafn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Seðlabankans. Nafni hans verður áfram útgáfustjóri.

Ritstjórn
Stefán Rafn Sigurbjörnsson hefur störf hjá Seðlabankanum í lok sumars.
State Department photo by Ron Przysucha/ Public Domain

Stefán Rafn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands. Stefán mun hefja störf hjá bankanum í haust.

Upphaflega var sagt frá fregnunum af Morgunblaðinu. Frá 2014 hefur Stefán Rafn, sem verður þrítugur í lok árs, starfað sem fréttamaður, fyrst hjá 365 miðlum en síðan hjá Sýn eftir að félögin voru slitin í sundur. Í upphafi ritaði hann fréttir í Fréttablaðið en færði sig síðar yfir á Bylgjuna og Stöð 2. Þar áður ritstýrði hann Framhaldsskólablaðinu. Þá var hann um skeið formaður Ungra jafnaðarmanna.

Alls sótti 51 um stöðuna. Nafni Stefáns, Stefán Jóhann Stefánsson, mun áfram vera útgáfustjóri Seðlabankans.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is