*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 1. desember 2004 16:06

Stefán ráðinn til Jarðbaðanna

Ritstjórn

Stefán Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mývatn og tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Stefán mun stýra öllum daglegum rekstri baðanna og markaðssetningu en m.a. er unnið um þessar mundir að markaðsstarfi erlendis.

Stefán 37 ára að aldri, tæknifræðingur að mennt frá Oklahoma State University árið 1994 með öryggismál sem sérgrein. Hann er giftur Eyrúnu Björnsdóttur og eiga þau 2 börn. Stefán hefur unnið að ferðamannaþjónustu frá unglingsaldri en síðastliðin fimm ár hefur hann starfað hjá fyrirtækinu Fjallamenn ehf. og annast þar starfsmanna- og sölumál.

Jarðböðin við Mývatn voru opnuð í júní síðastliðnum og hefur aðsókn að þeim fyllilega staðið undir væntingum eigenda. Opið er alla daga vikunnar en á þessum tíma árs er um opið síðdegis og fram á kvöld.