Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Stefán Kjærnested til að greiða Lands­bank­an­um 50 millj­ónir króna vegna sjálf­skuld­arábyrgðar sem hann tókst á hend­ur bankanum vegna 80 millj­óna króna láns Húsa­leigu ehf., sem er í eigu Stefáns.

Lands­banki Íslands hf. og Húsaleiga ehf. gerðu samn­ing í ág­úst 2007 um fjöl­myntalán að jafn­v­irði sam­tals kr. 80.000.000 í japönskum jenum og svissnenskum frönkum.

Sjálf­skuld­arábyrgð Stefáns takmarkaðist við 50 miljónir, auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostnaðar. Fram kem­ur í dómi Hæsta­rétt­ar ekkert hafa verið greitt af láninu eftir 10. sept­em­ber 2008.

Hæstiréttur féllst ekki á að víkja sjálf­skuld­arábyrgð Stefáns til hliðar með vís­an til 36. gr. laga um samn­ings­gerð, umboð og ógilda lög­gern­inga, en sú grein heimilar dómstólum að víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig.

Rétturinn féllst heldur ekki á að ábyrgðin félli niður vegna bráðabirgðaákvæða í lögum nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn.

Stefán þarf að greiða 50 milljónir auk dráttarvaxta frá 17. október 2012.