Stefán Kjærnested fyrrverandifor­stjóri Atlants­skipa hef­ur verið úr­sk­urðaður gjaldþrota. Þetta kemur fram í lögbirtingablaðinu í dag.

Stefán var úr­sk­urðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja­vík­ur hinn 2. des­em­ber sl.

Dæmdur til greiðslu sjálfskuldaábyrgðar

Hæstiréttur dæmdi Stefán í síðasta mánuði til að greiða Landsbankanum skuld sem hann hafði gengist í sjálfskuldaábyrgð fyrir félag hans, Húsaleigu ehf. Lánið var að fjárhæð 80 milljónir en sjálf­skuld­arábyrgð Stefáns takmarkaðist við 50 miljónir, auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostnaðar.

Fram komí dómi Hæsta­rétt­ar ekkert hafa verið greitt af láninu eftir 10. sept­em­ber 2008.