Stefanía Ástrós Benónýsdóttir hefur hafið störf hjá Akta sjóðum sérfræðingur í áhættueftirliti og gagnagreiningu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hún vann áður sem hönnunarverkfræðingur hjá Icelandair í þrjú ár fram til ársins 2019. Þá starfaði hún einnig sem flugfreyja í hlutastarfi hjá félaginu um nokkurt skeið.

Stefanía er með M.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði og áhættustýringu frá University of Essex í Englandi og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og er einnig með próf í verðbréfaviðskiptum.