Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til að leiða nýjan vísissjóð sem félagið hyggst hleypa af stokkunum. Nýji sjóðurinn, Eyrir Sprotar II, mun sérhæfa sig í að styðja við uppbyggingarferli íslenskra sprotafyrirtækja.

Stefanía Guðrún hefur starfað hjá Landsvirkjun sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, en þar áður starfaði hún hjá CCP Games í átta ár. Þar gengdi hún stöðu framkvæmdastjóra CCP á Íslandi, yfirþróunarstjóri CCP í Sjanghæ í Kína sem og þróunarstjóri á Íslandi.

Áður hafði hún unnið sem verkefnastjóri hjá HugurAx og sem yfirverkefnastjóri í upplýsingatækni hjá Orkustofnun auk ráðgjafastarfa í viðskiptagreind og vöruhúsalausnum. Jafnframt hefur hún reynslu af nýsköpunarfyrirtækjum í gegnum stjórnarsetu.

Stefanía Guðrún er með M.Sc. í umhverfisfræðum frá HÍ, útskrifaðist hún þaðan árið 2005, og B.Sc. gráðu í landafræði frá sama skóla, útskrift árið 20000. Auk þess er hún með diplóma í þýsku frá háskólanum í Vínarborg árið 1997 og ígildi stúdentsprófs frá Bundesrealgymnasium í Graz í Austurríki.