*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 24. júní 2021 08:05

Stefna á 4,4 milljarða tekjur árið 2023

Tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds spáir því að tekjur muni hækka úr 109 milljónum króna á þessu ári í 4,4 milljarða árið 2023.

Ritstjórn
Stefán Gunnarsson og Stefán Björnsson eru stofnendur Solid Clouds.
Aðsend mynd

Í útboðslýsingu Solid Clouds spáir félagið að það muni margfalda tekjur sínar á komandi árum. Á þessu ári er gert ráð fyrir því að tekjurnar verði 109 milljónir króna, 1,6 milljarður á næsta ári og 4,4 milljarðar árið 2023.

Í lýsingunni segir að spáin sé byggð á fyrri reynslu stjórnenda við að útgáfu leiksins Starborne, sem að félagið framleiðir, og metnaði þeirra til að vera árangursríkari í að markaðssetja leikinn til mögulegra viðskiptavina.

Hagnaður félagsins hafi var 9,6 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 36,4 milljónir tap árið áður. Velta félagsins á árinu nam 63,8 milljónum króna á árinu og nærri því þrefaldast frá árinu áður.

Heildareignir félagsins námu 658 milljónum króna í lok árs og hækka um 100 milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins nam 634 milljónum króna og hækkar um 111 milljónir á milli ára.

Stikkorð: Solid Clouds