Seðlabanki Evrópu mun á morgun kynna umfangsmikla magnbundna íhlutun (e. quantative easing) til að koma hagkerfi Evrópusambandsins aftur á skrið. Viðræður bankaráðs seðlabankans standa nú yfir í kvöld en búist er við því að í áætlun bankans felist kaup á ríkisskuldabréfum fyrir um 50 milljarða evra á mánuði í eitt til tvö ár. Það þýðir skuldabréfakaup fyrir um 600 milljarða evra á einu ári.

Þetta er nokkuð meira en markaðsaðilar hafa búist við en í síðasta mánuði greindi bankinn frá áætlunum sínum um að stækka efnahagsreikning sinn úr þúsund milljörðum evra yfir í þrjú þúsund milljarða evra.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .