Jysk hefur opnað sína áttundu verslun í Rúmeníu og er áformað að opna 30 búðir til viðbótar þar í landi. Lagerinn rekur Jysk verslanirnar samkvæmt sérleyfissamningi og eru þær verslanir velþekktar hér á landi undir nafni Rúmfatalagersins.

Verslunin sem var opnuð fyrir skömmu er í borginni Deva og að sögn Bryndísar Einarsdóttur hjá Lagernum voru viðtökurnar miklu betri en búist var við. Allar þessar búðir eru í kringum 1.500-2.000 fermetrar en það er sú stærð sem félagið miðar helst við.

Lagerinn á nú 73 Jysk búðir í 8 löndum, þar af 36 í Kanada.

Að sögn Bryndísar er áhersla fyrirtækisins í augnablikinu mestur á Rúmeníu, Búlgaríu og Kanada. Áformað er að opna 60 búðir í viðbót í Balkan-löndunum og 60 í viðbót í Kanada.

Á síðasta ári keypti Lagerinn ráðandi hlut í dönsku húsgagnakeðjunni Ilva ásamt kauprétti að því sem eftir stóð. Einnig á Rúmfatalagerinn bresku húsgagnakeðjuna Pier og fasteignafélagið SIM.