Indverskt olíufélag á í yfirtökuviðræðum við kanadískt olíufélag sem er að hluta til í eigu Íslendinga, ef marka má erlenda fréttamiðla.

Landsbankinn [ LAIS ], Straumur fjárfestingabanki [ STRB ] og vogunarsjóðurinn Boreas Capital  eiga hlut í olíufélaginu Tanganyika, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, sem herma að hluturinn nemi um það bil 12%.

Markaðsverð félagsins er 1,3 milljarður Kanadadollara eða um 97 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá BusinessWeek.

Tanganiyka Oil Company er skráð á hlutabréfamarkað í Kanada og Svíþjóð.  Í frétt The Economic Times segir að indverska olíufélagið Natural Gas Corporation Limited  hafi áður reynt að yfirtaka Tanganiyka en hluthöfum hafi fundist tilboðið of lágt.

Í fréttinni segir að ef af kaupunum verður, nær indverska olíufélagið strategískri stöðu á orkusvæðinu í Norður-Ameríku. Aukin heldur nær það fótfestu á markaði með olíu sand sem hefur orðið gjaldgengur í viðskiptum í kjölfar mikilla verðhækkana á olíu.