Stefnt er á fyrstu úboð vegna Þeistareykja í byrjun mars. Heildarfjárfesting vegna virkjunar á næstu fimm árum liggur í um 300 milljónum dala, jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum Vals Knútssonar, yfirverkefnisstjóra um byggingu Bjarnarflags- og Þeistareykjavirkjana hjá Landsvirkjun.

Fram kemur á málið á fréttavef Morgunblaðsins , mbl.is, að nú sé unnið að því að klára samninga við orkukaupendur á Bakka. Valur var með erindi um verkefnið á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.

Í erindi Vals koms sömuleiðis fram að reiknað er með því að allt að 150 manns komi að verkinu þegar mest verður að gera um mitt næsta ár og fram til ársins 2017.