Hugh Aitken, framkvæmdastjóri breska flugfélagsins easyJet, segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á Íslandi og meðal annars komi til greina að fjölga enn frekar áfangastöðum sem easyJet flýgur til héðan. Hann segir það myndu efla samgöngur til og frá landinu og auka verðsamkeppni á fleiri flugleiðum en nú eru í boði.

„Við byrjum oftast á flugi til Lundúna og ef það gengur vel þá fljúgum við til Manchester og höfum við nú þegar gert það frá Íslandi. Síðan er farið í að fjölga áfangastöðum víðsvegar í Evrópu eins og til Sviss, Ítalíu, Frakklands og Þýskalands. Til þess að þetta gangi upp þurfum við að vinna með stjórnvöldum á Íslandi og flugvellinum,“ segir Aitken og bætir við að mikill vilji sé hjá bæði stjórnvöldum og flugvellinum fyrir auknum umsvifum easyJet á Íslandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.