Mikið er í gangi hjá hátæknifyrirtækinu Apple þessa dagana. M.a. er gert ráð fyrir því að fjölga starfsfólki um tæplega 50%. Það jafngildir 7.400 starfsmönnum. Nú þegar eru starfsmenn Apple 16 þúsund talsins. Þá er á teikniborðinu að reisa nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Kísildalnum.

Netmiðillinn Daily Tech segir Steve Jobs, annan af tveimur stofnendum Apple, hafa gefið græna ljósið á byggingu höfuðstöðvanna árið 2011 og minntu þær á geimskip. Hann stefndi á að taka skóflustungu að húsinu í fyrra og ljúka framkvæmdum við bygginguna árið 2015. Á sínum tíma var gert ráð fyrir að húsið myndi kosta þrjá milljarða dala. Nú er hins vegar búist við að framkvæmdirnar kosti fimm milljarða og verði húsið ekki fullbyggt ári seinna en stefnt var að.