Þreifingar eru um að Seðlabankinn geti fengið greiddan hluta af kröfum sínum á hendur Sparisjóðabankanum á fyrri hluta næsta árs. Gangi allt eftir gæti upphæðin numið tugum milljörðum króna. Tómas Jónsson, formaður slitastjórnarinnar, segir stefnt að því að ljúka slitameðferð bankans fyrir mitt næsta ár.

Viðræður standa nú yfir um málið á milli slitastjórnar Sparisjóðabankan, Eignasafns Seðlabankans og annarra kröfuhafa Sparisjóðabankans, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í blaðinu segir ennfremur að til umræðu sé að sett verði sem skilyrði að allir kröfuhafar Sparisjóðabankans samþykki nauðasamning hans. Haft er eftir heimildamanni úr hópi kröfuhafa að Seðlabankinn muni alltaf hafa um það að segja á endanum hvort af nauðasamningum stendur ef tekst að semja við aðra kröfuhafa.