Stjórnendur bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs og kauphallarinnar í New York (NYSE) hafa boðað starfsmenn til starfa í dag og ætla að hafa opið í dag þrátt fyrir að allt sé á rúi og stúi eftir fellibylinn Sandy sem gekk yfir borgina í fyrrinótt. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið lokaður síðan á föstudag en annað eins hefur ekki gerst síðan í september árið 2001 þegar tveimur farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnanna í borginni.

Bandaríska fréttastofan CNBC segir vandasamt að hefja viðskipti á ný og megi ekki útiloka að tæknileg vandamál geti komið upp sem geti haft neikvæð áhrif á fjármálakerfið. Þetta á ekki aðeins við um hlutabréfamarkaðinn heldur önnur fyrirtæki sömuleiðis.

Stjórnendur NYSE telja sig hins vegar hafa undirbúið sig vel enda hafi teymi sérfræðinga og um 30 aðstoðarmanna þeirra unnið í kauphöllinni á Manhattan á meðan fellibylurinn gekk yfir.