Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp um náttúrupassa í upphafi þings eftir jól. Markmiðið er að frumvarpið verði að lögum fyrir næsta sumar svo mögulegt verði að hefja gjaldtöku fyrir náttúrupassa um sumarið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ragnheiður segir í samtali við Morgunblaðið hafa skilning á því sjónarmiði Samtaka ferðaþjónustunnar að tíminn kynni að vera of knappur til að taka upp náttúrupassa fyrir sumarið 2014. Komi upp vandamál verði staðan endurmetin.

Þá segir í blaðinu á mánudag í næstu viku verði haldinn fyrsti fundur stórs samráðshóps um upptöku náttúrupassa. Í hópnum eru m.a. fulltrúar ráðuneyta fjármála og umhverfis, sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar, landeigenda, leiðsögumanna o.fl.