Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir í viðtali við fréttastofu RÚV að unnið sé út frá því að þing komi saman sjötta desember. Hann tekur einnig fram að ríkisstjórnin hafi verið að vinna að því að klára fjárlagafrumvarpið og gefa því eðlilegt svigrúm á meðan stjórnarmyndunarviðræður stæðu yfir.

Vinnudagsetningin sem er miðað við er því sjötti desember, að því gefnui að fjárlagafrumvarpið verði klárt og hægt væri að leggja það fyrir þingið. Sigurður Ingi bendir jafnframt á að nú sé það undir stjórnmálamönnum komið að setja saman starfhæfa stjórn.

Eins og áður hefur komið fram þá ýjaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að því að einhverjir af stjórnmálaflokkunum höfðu rætt óformlega saman og ættu að getað náð saman.