„Prófanir hafa þó leitt í ljós að við getum náð 8% aukningu án þess að gera allar þessar viðamiklu breyt­ingar,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík. Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið að álverið hafi varið mikilli orku, fjár­magni og mannaafla í það að undir­búa breytingar á straumleiðurum í kerskálum álversins til að auka framleiðslugetuna.

Enn er stefnt að því að auka framleiðslugetu álversins í Straumsvík í 230 þúsund tonn á ársgrundvelli þótt það verði ekki innan þess tímaramma sem áður hafði verið ákveðinn. Upphaflega stóð til að auka framleiðslugetuna um 20%, þ.e. úr 190 þúsund tonn­ um á ári í 230 þúsund tonn, fyrir árið 2014 en nú hefur verið fallið frá þeirri tímasetningu og svo mikilli framleiðsluaukningu frestað.

Fram kom í þarsíðustu viku að álver­ið hefði minnkað fyrirætlanir sínar um aukna framleiðslu og stefndi nú að því að auka framleiðslugetuna um 8%, í 205 þúsund tonn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .