Íslandsbanki gæti stefnt að frekari fjármögnun á erlendum mörkuðum á næsta ári í kjölfar útboðs á dögunum. Í umfjöllun Euroweek um skuldabréfaútgáfu Íslandsbanka upp á hálfan milljarð sænskra króna í síðustu viku segir að eftirspurn eftir skuldabréfunum hafi verið talsverð í röðum fjárfesta erlendis og geti þeir hugsað sér að kaupa bréf bankans, að því er fram kemur í Euroweek.

Yfir 40 fjárfestar frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi tóku þátt í útboðinu. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 16. desember. Bent er á að þetta hafi verið fyrsta útgáfa bankans á erlendum vettvangi eftir hrun. Fyrir þann tíma hafi forvera bankans gengið vel að fjármagnað sig utan landsteina.

Blaðið hefur eftir miðlara að fari Íslandsbanki í annað skuldabréfaútboð þá muni fjárfestar taka bankanum opnum örmum.