Þann 11. maí 2008 sendi Jón Ásgeir Jóhannesson tölvupóst til Lárusar Welding sem bar yfirskriftina „Næstu skref“.Í stefnu skilanefndar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri, Pálma Haraldssyni, Lárusi og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis þar sem þeir eru sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008 er innihaldi póstsins lýst. Viðskiptablaðið mun fram eftir degi í dag birta valda kafla úr stefnunni.

Í stefnunni segir að „af innihaldi póstsins má ráða að stefndi Jón Ásgeir hafi verið að gefa stefnda Lárusi fyrirmæli um að afgreiða tiltekin mál af hendi bankans í þágu stefna Jóns Ásgeirs og félaga hans.“

Tölvupóstur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til Lárusar Welding 11. maí 2008

Í umræddum tölvupósti, sem er birtur orðrétt hér að neðan, kemur eftirfarandi fram:

„1) Klára FOX, 2) Klára kaup á Byr bréfum af BG og[...] 4) Klára 101 capital þarf helst að fá BJ [innsk. blaðam. Bjarna Jóhannsson, þá viðskiptastjóra hjá Glitni] til að koma til NY og klára þetta með mér er með góða hugmynd um lausn.“

Í þriðja tölulið póstsins sagði ennfremur:

„KláraGoldsmith ef þessu 1 milljarði sem ég átti að fá greitt þarf 250 að fara til að borga yfirdrátt hjá GLB prinsip mál að vera ekki með persónulegar skuldir í mér. Rest get ég í raun geymt hjá GLB þ.e.a.s. 750 þannig að net cash út hjá GLB er 1,2 til PH.“

Í lok tölvupóstsins segir síðan:

„þurfum að koma þessum málum frá áður en við förum að tala við erl hluthafa.“