66°NORÐUR og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ætla að sameina krafta sína og bjóða upp á æfingaráætlunina vinsælu „Toppaðu með 66°NORÐUR og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum." Þetta er fimmta árið sem verkefnið er haldið en það veitir fólki tækifæri til að ganga á Hvannadalshnjúk á Vatnajökli. Þetta er hæsti tindur landsins.

Fram kemur í tilkynningu að áætlun verkefnisins er í tveimur þáttum. Annars vegar eru fyrirlestrar og námskeið, þar sem þátttakendur eru fræddir um næringu, klæðnað, búnað, öryggi og umhverfislega ábyrgð. Hins vegar eru fimmtán göngur, sem ætlað er að efla kunnáttu, líkamlegt form og reynslu þátttakenda áður en haldið er á Hvannadalshnjúk. Þjálfunin hefst í febrúar og lýkur með Hnjúksferð í maí. Í fyrra náðu um 120 manns að standa á hæsta tindi Íslands eftir að hafa tekið þátt í æfingadagskrá Toppaðu með 66°NORÐUR og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Fyrirtækin tvo hafa umhverfisvitund að leiðarljósi og leggja hart að sér að nota viðburðinn sem fræðslufarveg í þeim tilgangi að göngufólk geti fræðst um hlýnun jarðar og áhrif hennar á jökla Íslands.

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa áralanga reynslu í fjallaleiðsögn og 66°NORÐUR er leiðandi við þróun útivistarfatnaðar sem gerir göngufólki kleift að njóta útivistar við erfiðar aðstæður.

Hvannadalshnjúkur
Hvannadalshnjúkur
© Jens Einarsson (VB MYND/Jens)