Arctic Trucks í Noregi endurnýjuðu samninga sína við norska herinn á dögunum en tekjur af slíkum samningum hafa numið á bilinu 20 til 100 milljónum norskra króna.

Blikur voru á lofti um að fyrirtækið hefði misst samningana en að sögn Arnar Thomsen, framkvæmdastjóra Arctic Trucks í Noregi, er fyrirtækið að auka við verkefni fyrir hann og norsku lögregluna um þessar mundir.

„Við unnum útboð fyrir fjögurra ára samning með möguleika á að endurnýja hann þrisvar um tvö ár,“ segir Örn. „Núna vorum við að endurnýja fyrstu tvö árin.“

Stefna á 30% vöxt í grunnstarfsemi

Grunnurinn í starfsemi Arctic Trucks eru breytingar á jeppum en sá hluti starfseminnar hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin að sögn Arnar.

„Munurinn á venjulega markaðnum okkar á janúar og febrúar miðað við sama tíma í fyrra er 1,5 milljón norskar krónur. Við erum að vaxa um 10-15% á ári og ætlum að fara alveg 30% upp á þessu ári miðað við í fyrra,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .