*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 3. apríl 2013 07:46

Stefna Kristjáni til greiðslu tveggja milljarða

Slitastjórn Kaupþings vill að fyrrverandi stjórnendur bankans sem færðu lán í einkahlutafélög greiði þau til baka.

Ritstjórn
Kristján Arason.

Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt Kristjáni Arasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra einkabankaþjónustu Kaupþings, til að greiða tveggja milljarða skuld vegna lána sem hann fékk á sínum tíma til kaupa á hlutabréfum bankans. Lánið hljóðar upp á 1,7 milljarða króna, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Kristján tók lánin í eigin nafni en færði þau yfir í einkahlutafélagið 7 hægri ehf. í febrúar árið 2008. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í desember 2010 og stóð skuldin við Kaupþing þá í rúmum tveimur milljörðum króna. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur.

Í blaðinu er rifjað upp að slitastjórn Kaupþings hafi fljótlega eftir bankahrunið reynt að innheimta lán sem bankinn veitti starfsmönnum til hlutabréfakaupa. Nokkrir dómar hafi fallið á þá leið að rétt hafi verið af slitastjórninni að láta rifta þeirri ákvörðun stjórnar Kaupþings skömmu fyrir hrun að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á þessum lánum. Þeir hafi því verið dæmdir til að greiða skuldir sínar. Ekki hefur þó verið talið að hægt sé að stefna þeim sem færðu lánin í einkahlutafélög og mun mál Kristjáns vera prófsteinn á hvort slíkt sé hægt. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is