Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) verður skráð á Euronext Growth markaðinn í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Fyrirtækið hefur undanfarið unnið hörðum höndum að skráningu félagsins á Euronext Growth markaðinn í Osló og reiknað er með því að þeirra vinnu verði lokið í september á þessu ári. Umsjónaraðilar útboðsins eru norski bankinn SB1 markets og Arion banki.

Í mars greindi Viðskiptablaðið frá því að fyrirtækið hefði sóst eftir heimild hluthafa til að skrá félagið á Euronext Growth markaðinn. Ástæðan fyrir valinu á Euronext Growth markaðinum er sú að skráning á „grænum" fyrirtækjum hafi gengið vel að sækja fjármagn þar.

Fyrirtækið var stofnað árið 2006 og byggði fyrstu verksmiðjuna sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni í svartsengi og hefur afurðin verið seld bæði innanlands og í Evrópu. Þá vann fyrirtækið einnig nýverið til alþjóðlegu Energy Globe verðlaunanna fyrir þróun og nýtingu á tækni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.