*

miðvikudagur, 28. október 2020
Innlent 20. september 2020 15:04

Stefna á milljarða grímusölu

Strax er farið að selja hlífðarbúnað vegna faraldursins. Stefnt er á 4 til 13 milljarða króna sölu á andlitsgrímum næstu 15 mánuði.

Ingvar Haraldsson
Ingvi Týr Tómasson, annar aðaleigenda Strax.
Gígja Einarsdóttir

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur Strax í fyrsta sinn fært sig inn í heilbrigðisgeirann og er farið að selja hlífðarbúnað sem nýtist í baráttunni gegn veirunni. Framan af hefur félagið einna helst selt fylgihluti fyrir farsíma en það er skráð í kauphöllina í Svíþjóð og metið á um 5,5 milljarða króna. „Viðskiptavinir okkar í Frakklandi og Bretlandi báðu okkur um grímur þegar faraldurinn var að hefjast. Við gátum nýtt okkar tengslanet í Kína og Hong Kong til að útvega þær,“ segir Ingvi Týr Tómasson, annar stofnenda félagsins.

Sjá einnig: Strax á að vaxa hratt

Sífellt fleiri hafi spurst fyrir um sambærilegar vörur. Út frá því hefur Strax búið til vörulínuna Avo+ sem má finna í apótekum og verslunum í fjölmörgum löndum. Strax gekk nýlega frá samningi við kínverskt félag um dreifingu og sölu á andlitsgrímum á heimsvísu, utan Kína og Indlands sem bera nafnið Airpop. „Þau hafa hannað grímur sem eru bæði miklu þægilegri og gefa betri vörn en þessar hefðbundnu grímur.“

Stefnan er að selja grímurnar innan dreifikerfis Strax, í gegnum netið og beint til stórfyrirtækja þar sem þúsundir starfsmanna þurfi að bera andlitsgrímur við störf. Ingvi segir að vonir standi til að það takist að selja Airpop andlitsgrímur fyrir 4-13 milljarða króna á næstu 15 mánuðum.

Nánar er rætt við Ingva í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér