*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Innlent 30. janúar 2021 17:03

Stefna Póstinum vegna biðlauna

Í svari Íslandspósts við fyrirspurn blaðsins kemur fram að félagið telji biðlaunaréttindi ekki fyrir hendi.

Jóhann Óli Eiðsson
Janus Sigurjónsson

Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Íslandspósts ohf. hafa stefnt félaginu vegna ágreinings sem risið hefur upp í tengslum við starfslok þeirra hjá félaginu. Hlutafélagið Íslandspóstur varð til þegar Pósti og síma var skipt upp undir lok síðustu aldar.

Nokkrir einstaklingar, sem sagt var upp í hagræðingaraðgerðum undanfarinna mánaða, telja sig eiga réttindi til biðlauna á grunni þess að þeir hafi verið ráðnir til Póstsins sem opinberir starfsmenn. Viðskiptablaðið hefur ekki upplýsingar um hve marga starfsmenn er að ræða en samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur eru málin að minnsta kosti þrjú. Meðal þeirra sem stefnt hafa félaginu er Tryggvi Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.

Í svari Íslandspósts við fyrirspurn blaðsins kemur fram að félagið telji biðlaunaréttindi ekki fyrir hendi. Ekki fengust svör um fjölda mála og samanlagða fjárhæð krafnanna þar sem málin væru „misjafnlega langt á veg komin og kröfugerðir flóknar“.

Stikkorð: Íslandspóstur