Steinnun Valdís Óskarsdóttir tilkynnti á blaðamannafundi í dag stefnu Reykjavíkurborgar á hendur þremur olíufélögum: Skeljungi, Keri og Olíverslun Íslands vegna samráðs þeirra við tilboðsgerð í viðskipti borgarinnar árið 1996.

Steinnun Valdís sagði að Reykjavíkurborg væri ákveðin í að sækja rétt sinn og krefji félögin um samanlagt bætur sem nema 160 milljónum króna. Steinnun Valdís sagði ennfremur telja að málið yrði mikilvægt þar sem um væri að ræða prófmál og að ef dómur fallur borginni í hag þá verði það eflaust til þess að fleiri aðilar munu fylfgja í kjölfarið og krefja Olíufélögin bóta.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hr. lögmaður sem rekur málið fyrir hönd Reykjavíkurborgar segir að niðurstaða í málinu fáist með haustinu þegar málið verður tekið fyrir.