Annata er íslenskt hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæki sem starfar í 11 löndum í dag og hefur selt lausnir sínar til yfir 50 landa. Starfsemi fyrirtækisins er tvískipt, annars vegar er einblínt á íslenskan markað í ráðgjöf og þjónustu fyrir Microsoft Dynamics viðskiptalausnir og hins vegar á erlendan markað með sérlausnir fyrir bíla- og vinnuvélagreinina.

Á íslenska markaðnum býður Annata alhliða ráðgjöf og þjónustu, sem byggir á Microsoft Dynamics Ax og Microsoft Dynamics CRM fyrir meðalstór og stór fyrirtæki. Lausnirnar telja allt frá fjárhagsbókhaldi, innkaupum, framleiðslustýringu, vörustjórnun, birgðahaldi og síðan því sem snýr að viðskiptavininum; sölustjórnun, markaðssetningu og tengslastýringu.

„Um áramótin sameinuðust Annata og xRM Software, sem sérhæfði sig í CRM lausnum í Microsoft umhverfi. Með sameiningu fyrirtækjanna varð til eitt öflugasta hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki landsins með yfir 100 starfsmenn, þar af 60 starfsmenn á Íslandi. Þeirra á meðal eru 35 reyndir sérfræðingar sem sinna íslenska markaðnum. Við stefnum á að útvíkka starfsemina á Íslandi og með tilkomu svokallaðra skýjalausna hafa opnast ný tækifæri fyrir fyrirtæki hér á landi til að nýta hugbúnað á mun betri hátt en áður,“ segir Sigurður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Annata á Íslandi.

Nánar er fjallað um málið í Framúrskarandi fyrirtækjum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .