Good Good er mat­væla­fyrir­tæki sem sér­hæfir sig í náttúru­lega sætum lausnum án við­bætts sykurs. Hug­myndin á bak við Good Good er að búa til til vörur sem bragðast vel en eru jafn­framt hollar, sem sagt bæði gott fyrir bragð­laukana og heilsuna. Þaðan kemur nafnið Good Good en fé­lagið hét fyrst um sinn Via health. Til að byrja með seldi fyrir­tækið að­eins náttúru­leg sætu efni úr stevíu en nú telur vöru­úr­val þess sultur, súkku­laði­s­mjör, ketó­stangir og bökunar­vörur.

Félagið var stofnað árið 2014 og framleiddi þá stevíu dropa í verksmiðju í Hafnarfirði. Árið 2015 kom nýjir hluthafar að rekstrinum og Garðar Stefánsson var fenginn inn til þess að endurskipuleggja fyrirtækið og hefja sölu erlendis. Þá var tekin ákvörðun um að útvista framleiðslunni til Evrópu, hætta framleiðslu á Íslandi og einblína á að hanna og þróa matvöru. Garðar var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins árið 2016 en fram til ársins 2020 voru hann og Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður, einu starfsmenn þess. Í dag eru starfsmenn félagsins níu talsins, sjö á Íslandi og tveir í Bandaríkjunum.

Vendi­punktur í starf­semi fyrir tækisins varð þegar að það sat uppi með lager af sætu­efnum sem hætt var að færu til spillis. Þá var á­kveðið að fikra sig á­fram með sultu­gerð í stað þess að lagerinn færi til spillis. Það var lukku­skref en sulturnar eru vin­sælustu vörur fyrir­tækisins og telja um 45% af heildar­veltu fyrir­tækisins. Næst­vin­sælustu vörur fyrir­tæk isins eru ketó­stangir sem telja um 21% og þar á eftir kemur súkku­laði­s­mjör með um 12,52% heildar­veltunnar.

Velta Good Good hefur marg­faldast frá ári til árs frá stofnun fé­lagsins. Árið 2015 var veltan um 41 þúsund Banda­ríkja­dollar en á síðasta ári var hún um 4,6 milljónir og búist er við því að hún verði 9,8 milljónir Banda­ríkja dollara á þessu ári, sem sam­svarar tæp­lega 1,2 milljörðum ís­lenskra króna. Tæp­lega 40% veltunnar koma frá Banda­ríkjunum en það er stærsti markaður fyrir­tækisins, þrátt fyrir að vörur þess hafi að­eins verið seldar þar í um þrjú ár. Evrópski markaðurinn telur um 52% af heildar­veltunni og Kanada tæp­lega 7%.

Nánar er fjallað um málið í tímariti Frjálsrar verslunar sem var að koma út. Hægt er að gerast áskrifandi hér eða kaupa blaðið hér .