Rakel Þorbergsdóttir var á dögunum ráðin fréttastjóri hjá RÚV en hún hefur 17 ára reynslu af fjölmiðlastörfum. Hún hóf störf hjá Morgunblaðinu árið 1997 sem sumarstarfsmaður, færði sig yfir til RÚV sumarið 1999 og hefur verið þar allar götur síðan. Rakel segist alltaf hafa viljað starfað í fjölmiðlum. „Ég byrjaði t.d. í stjórnmálafræðinni á sínum tíma vegna þess að ég vildi starfa í fjölmiðlum. Ég hafði reyndar líka áhuga á pólitík og samfélaginu, þannig að það nám reyndist vel sem góður grunnur, en stefnan var tekin strax í upphafi á fjölmiðlana,“ segir Rakel.

Þegar hún hóf störf hjá Morgunblaðinu hafði hún nýlokið við diplómanám í hagnýtri fjölmiðlun hjá Háskóla Íslands. „Þá fengu ég og ein önnur sumarstarf hjá Mogganum. Þar byrjaði ég í innlendum fréttum og sá þar líka um dálkinn „Fólk í fréttum“ en fékk síðan fullt starf hjá þeim um haustið. Haustið 1998 hætti ég hjá Morgunblaðinu og fór út í mastersnám í ljósvakamiðlun í Emerson College í Boston. Þar var ég í eitt og hált ár, kláraði mastersgráðu þar og hóf svo störf hjá RÚV sumarið 1999.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .