Arctica Finance er það verðbréfafyrirtæki sem hagnaðist mest í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins nam 188 milljónum, að því er fram kemur í nýrri samantekt Fjármálaeftirlitsins. Virðing hagnaðist um 101 milljón og Fossar markaðir um 87 milljónir króna. Samanlagður hagnaður verðbréfafyrirtækja í fyrra nemur 521 milljón króna.

Samanlagður hagnaður rekstrarfélaga verðbréfasjóða var umtalsvert meiri, eða 2,9 milljarðar. Stefnir hafði langmestan hagnað eða 1.170 milljónir. Landsbréf hagnaðist um 616 milljónir í fyrra og Íslandssjóðir um 532 milljónir. GAMMA hagnaðist um 416 milljónir.