Tíu voru alveg á brúninni að landa stóra pottinum í lottóútdrætti helgarinnar með fjórar tölur réttar af fimm og bónustölu, að sögn Stefáns Snæs Konráðssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hafa búist við því að vinningurinn myndi ganga út. Lottópotturinn var sjöfaldur á laugardag og í honum 94 milljónir króna. Potturinn gekk ekki út og verður hann því áttfaldur í fyrsta sinn næsta laugardag. Vinningurinn hefur aldrei verið jafn hár og um síðustu helgi en hæsti vinningurinn til þess er 80 milljónr króna.

Næsta laugardag verður lottopotturinn áttfaldur í fyrsta sinn og stefnir í að hann verði 125 milljónir króna.