Salan á Netinu hjá Flugfélagi Íslands vex enn jafnt og þétt og eru nú um 67% af farmiðum félagsins keyptir beint þar. Það stefnir í að heildarsala á Netinu hjá félaginu verði ekki undir 1,3 milljörðum króna á þessu ári og er vöxtur því rúmlega 30% frá fyrra ári. Félagi enn að aukinni sölu á Netinu, þar sem þessi sala er til mikils hægðarauka, bæði fyrir viðskiptavini og félagið.

Nú á næstu vikum mun Flugfélagið taka í notkun nýja uppfærslu á bókunarkerfi sínu og mun það væntanlega auka enn möguleika á sölu á Netinu segir í frétt á heimasíðu félagsins.