*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 1. desember 2004 15:49

Stefnir í 20% aukningu hjá Heimsferðum

nýtt hótel fullbókað

Ritstjórn

"Við erum með 20% aukningu frá því í fyrra og seldust allar jóla og áramótaferðir fyrir löngu síðan. Mér líst einnig vel á næsta ár og er tilbúinn fyrir grimmúðleg samkeppni. Ég verð með 70 herbergja hótel á besta stað í bænum og hef engar áhyggjur. Viðtökur hafa verið feikilega góðar og er gaman að segja frá því að hótelið er nú þegar fullbókað nokkra daga í júní og ágúst," segir Andri Már Ingólfsson í viðtali við Viðskiptablaðið sem kom út í dag. Þar er hann spurður um seinagang framkvæmda við nýtt hótel í Eimskipafélagshúsinu.

Andri Már segist ekki vera pirraður yfir seinaganginum. "Ég er þolinmóður maður og læt fátt pirra mig. Það skýtur þó skökku við að nokkrir úrtölumenn séu að bregða fyrir okkur fæti þegar það sem við erum að gera getur ekki talist annað en jákvætt fyrir miðbæinn," segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann segir alla geta verið sammála um að lífga þurfi upp á miðbæ höfuðborgarinnar og verkefni hans sé einn liður í því.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.