Velta á hlutabréfamarkaði í maí nam 165,3 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá greininardeild Glitnis.

"Veltan á markaðnum var því nánast óbreytt frá sama mánuði í fyrra. Frá áramótum nemur uppsöfnuð velta á markaðnum 1.239 milljörðum króna og hefur vaxið um 28% frá sama tímabili í fyrra," segir greiningardeildin.

Hún segir haldi áfram sem horfir stefnir því í ágæta veltuaukningu á markaðnum í ár. "Undirliggjandi veltuaukning er þó undir meðaltali síðustu ára sem nam 63% á tímabilinu 2002-2006. Fyrirsjáanleg afskráning Actavis af markaði mun þó skekkja myndina nokkuð og leiða til þess að mæld velta verður hærri en ella," segir greiningardeildin.