Jólavertíðin er oft afgerandi fyrir plötusölu íslenskra tónlistarmanna. Fjöldi titla hefur komið út á þessu ári og ætti að rata í þó nokkra jólapakka þessi jólin. Tónlistarmenn á borð við Baggalút, Bubba, Emilíönu Torrini, Leaves, Múm, Sing Fang , Sigur Rós, Snorra Helgason og Tilbury hafa gefið út plötur á árinu.

Viðskiptablaðið fékk nokkra sérfræðinga til nefna bestu plötur ársins að þeirra mati ásamt þeim plötum sem þeir telja líklegastar til að enda efstar á sölulistanum fyrir árið 2013. Álitsgjafarnir eru nokkuð sammála um að Baggalútur muni seljast vel en plata þeirra, Mamma þarf að djamma, er jafnframt efst á Tónlistanum nú um mundir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .