Japanski tæknirisinn Sony, hagnaðist um 734 milljónir dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Er það tæplega fjórfalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra samkvæmt frétt Financial Times . Rekstrarhagnaður félagsins nam 1,43 milljörðum dollara á tímabilinu sem er aukning upp á 30% milli ársfjórðunga.

Samkvæmt frétt Financial Times hagnaðaraukningin að stórum hluta rakinn til þess að félagið fékk greiddar skaðabætur vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir vegna jarðskjálfta í Kumamoto í Japan á síðasta ári.

Þá greindi fyrirtækið frá því að afkomuspá fyrir árið 2017 yrði viðhaldið. Í spánni er gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður ársins muni nema 4,5 milljörðum dollara. Ef spáin gengur eftir yrði það sterkasta afkoma félagsins frá árinu 1998.