Fasteignaverð í stórborgum í Þýskalandi hefur hækkað gríðarlega mikið síðastliðin þrjú ár. Seðlabankinn þar í landi telur að sumar fasteignir séu seldar á 20% yfirverði. Seðlabankinn segir að heilt yfir sé ekki rétt að tala um bólu á markaði. Engu að síður sé hækkunin gríðarlega mikil í einstaka borgum

Það er einkum í Berlín, Hamborg, München, Köln, Frankfurt, Stuttgart og Düsseldorf sem verðið er of hátt. Vextir á íbúðalánum eru lágir og það hefur orðið til þess að ýta fasteignaverðinu upp.

Þýski seðlabankinn segir að þýski fasteignamarkaðurinn, sem var lengst af slakur, hafi orðið eftirsóknarverðari fyrir fjárfesta eftir að fasteignabólan í Bandaríkjunum sprakk ásamt mörgum mörkuðum í Evrópu.