Knútur Signarsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskar stórkaupmanna (FÍS) segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að ástandið í versluninni sé orðið afar slæmt. Mjög mörg verslunarfyrirtæki séu komin í neikvæða eiginfjárstöðu og fjöldagjaldþrot blasi því við á næstu vikum og mánuðum.   "Þetta er bara skelfilegt ástand og mjög mörg verslunarfyrirtæki komin í neikvæða stöðu. Það gefur auga leið að fyrirtækin eru umvörpum að fara í þrot á næstu vikum og mánuðum. Ef þau geta ekki greitt fyrir vörukaupin, né greitt laun, þá geta þau ekki lifað," segir Knútur Signarsson.     Sjá nánar Í Viðskiptablaðinu í dag.