Eyrir Invest hagnaðist um 21 milljón evra, jafnvirði rúmra 3,3 milljóna króna, á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt óendurskoðu uppgjöri. Fram kemur í tilkynningu frá Eyri að reksturinn fari vel af stað á árinu.

Ekki liggur fyrir hver afkoma Eyris var á sama tíma í fyrra. Til samanburðar nam hagnaður félagsins á fyrri helmingi síðasta árs rúmum 18,3 milljónum evra.

Tekið er fram í tilkynningu frá Eyri Invest að sumar staðhæfingar þar kunni að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu.

„Við vekjum þess vegna athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar.“