Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hefur hækkað um 1,92% síðan markaðir opnuðu. Það virðist líklegt að markaðurinn sé að taka við sér í kjölfar kosninga. Gengi bréfa allra félaga á markaði hafa hækkað eða staðið í stað.

Mest hækkun var á gengi bréfa HB Granda, eða 4,63% í síðan markaðurinn opnaði í morgun, í 89 milljón króna viðskiptum. Einnig hefur verið mikil hækkun á gengi bréfa Sjóva, sem hafa hækkað um 3,17% síðan í morgun.

Mest velta hefur verið með bréf í Icelandair, eða 590 milljónir. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 1,23%. Gengi bréfa í Marel hefur einnig hækkað talsvert frá opnun markaðarins eða um 2,93% í 343 milljón króna viðskiptum.

Einnig ber að geta að mörg félög skiluðu ársreikningum fyrir helgi og mörg félög skiluðu betri afkomu en búist var við.